Borgarleikhúsið Ungfrú Ísland ★★★★· Eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Leikgerð: Bjarni Jónsson í samvinnu við Grétu Kristínu Ómarsdóttur. Leikstjórn: Gréta Kristín Ómarsdóttir. Leikmynd: Kristinn Arnar Sigurðsson. Meðhöfundur leikmyndar: Brynja Björnsdóttir. Búningar: Filippía Elísdóttir. Lýsing: Pálmi Jónsson. Tónlistarstjórn: Unnsteinn Manuel Stefánsson og Jón Örn Eiríksson. Myndband: Pálmi Jónsson og Brynja Björnsdóttir. Leikgervi: Elín S. Gísladóttir. Sviðshreyfingar: Cameron Corbett. Leikarar: Birna Pétursdóttir, Esther Talía Casey, Fannar Arnarsson, Haraldur Ari Stefánsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Íris Tanja Flygenring, Jörundur Ragnarsson, Sólveig Arnarsdóttir, Unnsteinn Manuel Stefánsson, Valur Freyr Einarsson, Vilhelm Neto og Þórunn Arna Kristjánsdóttir. Frumsýning á Stóra sviði Borgarleikhússins föstudaginn 17. janúar 2025.
Listfengi „Öllum meðölum leikhússins er beitt af listfengi til að beina sjónum að ólíku hlutskipti kynjanna sem og völdum og valdaleysi mismunandi hópa samfélagsins,“ segir í rýni.
Listfengi „Öllum meðölum leikhússins er beitt af listfengi til að beina sjónum að ólíku hlutskipti kynjanna sem og völdum og valdaleysi mismunandi hópa samfélagsins,“ segir í rýni. — Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir

Leiklist

Silja Björk

Huldudóttir

Nú þegar fréttir berast af því að þjóðfélagsþegnar í lýðræðisríkjum séu sviptir áunnum réttindum með aðeins einu pennastriki, afturhaldsöflum vex ásmegin og jaðarsettir hópar upplifa meiri fordóma og aukið ofbeldi í sinn garð er þakkarvert að Borgarleikhúsið velji að sviðsetja Ungfrú Ísland eftir Auði Övu Ólafsdóttur í nýrri leikgerð Bjarna Jónssonar og Grétu Kristínar Ómarsdóttur, sem einnig leikstýrir. Það skiptir nefnilega máli hvaða sögur eru sagðar og settar í fókus, hvort heldur er í listum eða fjölmiðlum. Auðvelt er að sjá magnaða sögu Auðar sem óð til jaðarsettra hópa þó vissulega séu hugmyndir um sköpunar- og fegurðarþrána og frelsið til að velja sér eigin braut í lífinu ekki síður fyrirferðarmiklar.

...