Kannski er engin bæn í allri Biblíunni heitari, innilegri og sannari en þessi ósk ræningjans á krossinum.
![Gunnar Björnsson](/myndir/gagnasafn/2025/02/06/93dde16e-67c5-4a46-92aa-eeefc8bfb0b8.jpg)
Gunnar Björnsson
Gunnar Björnsson
„Mundu mig, ég man þig“ skrifuðum við í minningabækur hvert annars á skólaárunum.
Þau dauðu víkja ekki frá okkur, heldur hafa sífellda og mjög eindregna návist án þess þó að vera uppáþrengjandi beint. Þau sjálf og myndir úr lífi þeirra halda áfram að birtast okkur, streyma hjá hægt en afar skýrt. Oftar en ekki heyrum við líka, fyrir innri eyrum okkar, margt af því sem þau sögðu.
Karen Blixen sagði frá því að þegar hún kvaddi hina innfæddu sem hún kynntist í Afríku hefðu þeir sagt: „Við vitum að þú munt aldrei gleyma okkur.“ Þeir áttu væntanlega við það að þeir myndu aldrei gleyma henni.
Ef þú minnist mín hefurðu haft í farangri þínum mynd af mér; ég hefi þá að einhverju leyti sett mark mitt á það hver þú ert.
...