Hafnarborg Landnám ★★★★★ Pétur Thomsen sýnir. Sýningin stendur til 16. febrúar 2025 og er opin alla daga nema þriðjudaga kl. 12-17.
![Horft yfir salinn Frá vinstri eru „Landnám_4619.4620“ (2023); „Landnám_1362“ (2024); „Landnám_3287, Teigsskógur“ (2023); „Landnám_1812“ (2022).](/myndir/gagnasafn/2025/02/06/5c11dc1c-f1b0-4342-a7c1-63801c330d70.jpg)
Horft yfir salinn Frá vinstri eru „Landnám_4619.4620“ (2023); „Landnám_1362“ (2024); „Landnám_3287, Teigsskógur“ (2023); „Landnám_1812“ (2022).
— Ljósmyndir/Hlynur Helgason
Myndlist
Hlynur
Helgason
Í meginsölum Hafnarborgar í Hafnarfirði stendur nú yfir stór sýning á nýjum verkum eftir ljósmyndarann og myndlistarmanninn Pétur Thomsen. Verkin á sýningunni eru landslagsmyndir teknar að næturlagi með leifturljósum. Römmun myndanna er oftast nær í nærmynd þar sem ljósleiftrið afmarkar myndheiminn og dregur hann fram úr myrkum bakgrunninum. Tækni ljósanna birtir okkur náttúruna og afmarkar á sérkennilegan máta.
Pétur lauk meistaranámi í myndlist frá ljósmyndaskólanum í Arles í Frakklandi árið 2004. Hann vakti fyrst athygli hér á landi fyrir sýninguna Aðflutt landslag í Listasafni Íslands árið 2005. Þar sýndi hann stórar ljósmyndir þar sem myndefnið byggðist á ferðum hans á framkvæmdasvæði virkjunarinnar við
...