Cristiano Ronaldo, einn af fremri knattspyrnumönnum sögunnar, átti stórafmæli í gær er hann varð fertugur. Þrátt fyrir þann aldur er Ronaldo enn á fullu með liði sínu Al-Nassr í Sádi-Arabíu sem og portúgalska landsliðinu

Jökull Þorkelsson

jokull@mbl.is

Cristiano Ronaldo, einn af fremri knattspyrnumönnum sögunnar, átti stórafmæli í gær er hann varð fertugur.

Þrátt fyrir þann aldur er Ronaldo enn á fullu með liði sínu Al-Nassr í Sádi-Arabíu sem og portúgalska landsliðinu. Hann heldur áfram að skora og er með fimmtán mörk í sautján leikjum í sádiarabísku deildinni.

Þá var Ronaldo byrjunarliðsmaður á Evrópumótinu í Þýskalandi í fyrra og það er aldrei að vita nema að hann fari 41 árs á heimsmeistaramótið í Norður-Ameríku á næsta ári, hversu sniðugt sem það þó er.

Ég, fæddur árið 2002, þekki ekki fótbolta án Ronaldos. Hann er nánast álíka vinsæll daginn í dag og hann var hjá Manchester United fyrst þegar ég fór að fylgjast

...