Að sverja er að strengja e-s heit, sem sagt kröftugra en að lofa. „Ég sver að svíkja aldrei málstaðinn, baráttuna fyrir konungdæmi á Íslandi.“ Þá ríður á að sverja alls ekki „fyrir“ það, því það merkir að neita e-u með eiði.…
Að sverja er að strengja e-s heit, sem sagt kröftugra en að lofa. „Ég sver að svíkja aldrei málstaðinn, baráttuna fyrir konungdæmi á Íslandi.“ Þá ríður á að sverja alls ekki „fyrir“ það, því það merkir að neita e-u með eiði. „Ég sór fyrir það að hafa ætlað að keyra yfir á rauðu ljósi. Ég væri með krónískan hægrifótarkrampa.“