Lágmarkskrafa er að stjórnvöld staldri við og hugsi málið betur, áður en tekin er ákvörðun sem gæti kostað landið tugi milljarða í tapaðar tekjur.
Við Skarfabakka Skemmtiferðaskipin eru búbót mikil.
Við Skarfabakka Skemmtiferðaskipin eru búbót mikil.

Ingvar Örn Ingvarsson

Nú er loðnubrestur á Íslandi. Bráðabirgðaniðurstöður bergmálsmælinga Hafrannsóknastofnunar staðfesta fyrri ráðgjöf um að engar loðnuveiðar verði leyfðar veturinn 2024/2025, og áfallið fyrir þjóðarbúið er gríðarlegt. Talið er að loðnubresturinn kosti íslenskt samfélag um 40 milljarða króna í tapaðar útflutningstekjur. Upphæðin er sláandi lík þeirri sem efnahagsleg umsvif skemmtiferðaskipa skila árlega til Íslands, samkvæmt skýrslu Reykjavík Economics vorið 2024.

Það er því kaldhæðnislegt að á sama tíma og þjóðin glímir við loðnubrest og tilheyrandi tekjutap glímir ný ríkisstjórn við arfleifð starfsstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem er annar heimatilbúinn loðnubrestur sem með ómarkvissum aðgerðum hrekur skemmtiferðaskip frá landinu með tilheyrandi tjóni fyrir íslenska ferðaþjónustu, sérstaklega á landsbyggðinni.

...