Ég fékk upphaflega áhuga á fuglum í gegnum skotveiði með pabba, en við fórum líka í fuglaskoðun í kringum Akureyri, þar sem ég er fæddur og uppalinn. Annar áhrifavaldur var einstakur kennari í Menntaskólanum á Akureyri, Þórir Haraldsson, hann vakti…
Sölvi Hér með kjóa milli handa, en rannsókn með staðsetningartækjum leiddi í ljós að kjóinn stundar eitt magnaðasta far íslenskra fugla.
Sölvi Hér með kjóa milli handa, en rannsókn með staðsetningartækjum leiddi í ljós að kjóinn stundar eitt magnaðasta far íslenskra fugla. — Ljósmyndir/Sölvi Rúnar

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Ég fékk upphaflega áhuga á fuglum í gegnum skotveiði með pabba, en við fórum líka í fuglaskoðun í kringum Akureyri, þar sem ég er fæddur og uppalinn. Annar áhrifavaldur var einstakur kennari í Menntaskólanum á Akureyri, Þórir Haraldsson, hann vakti áhuga minn á líffræði, en ég fór ekki í fuglana fyrr en ég gerði BS-verkefni í Háskóla Íslands um erfðarannsókn á skógarþröstum,“ segir Sölvi Rúnar Vignisson, líffræðingur og formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags, sem ætlar á morgun, föstudag, að bjóða upp á viðburð fyrir alla fjölskylduna hjá Náttúrufræðistofu Kópavogs, undir yfirskriftinni Fuglar á flandri á Safnanótt. Þar ætlar hann að fræða börn og fullorðna um fugla, ferðalög sumra og kyrrsetu annarra, en farkerfi fugla hafa verið viðfangsefni rannsókna Sölva undanfarin ár.

...