![Umdeildur Springer lést 2023 en minningin lifir.](/myndir/gagnasafn/2025/02/06/d5639b40-d846-4091-878b-2ba3c45232b9.jpg)
María Margrét Jóhannsdóttir
Árið er 1998 og karl lýsir því yfir í bandarísku sjónvarpi að hann sé giftur hesti og er innilegur við dýrið fyrir framan upptökuvélarnar. Þessi sena fangar ágætlega anda þátta Jerrys Springers sem sýndir voru á árunum 1991 til 2018 og vöktu heimsathygli fyrir sorpfréttamennsku. Springer kallaði þættina ekki spjallþætti heldur sirkus, bara án ljónanna. Nú má sjá áhugaverða heimildarþætti á streymisveitunni Netflix sem gefa innsýn í þá miklu vinnu sem liggur að baki svo grófri lágmenningu. Þarna var ekki kastað til höndunum og menn unnu myrkranna á milli við að svala fýsn áhorfenda í átök, svik og almenn furðulegheit. Því er haldið fram að allt hafi verið satt og stundum voru sögurnar svo átakanlegar að það fékk mjög á starfsmennina.
Þættirnir vekja áleitnar spurningar um ábyrgð
...