Er hækkun íbúðaverðs í Reykjavík hluti af bráðaaðgerðum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum?
Kjartan Magnússon
Kjartan Magnússon

Kjartan Magnússon

Gatnagerðargjöld í Reykjavík munu hækka um allt að 90% samkvæmt samþykkt meirihluta Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar á fundi borgarstjórnar í vikunni. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Flokks fólksins og Vinstri-grænna greiddu atkvæði gegn hækkuninni en fulltrúar Sósíalistaflokksins sátu hjá.

Þessi hækkun er olía á verðbólgubálið, viðbótarskattur á húsbyggjendur og atlaga að kaupendum nýrra íbúða í Reykjavík.

Gatnagerðargjöld hækka um 85% á íbúðir í fjölbýlishúsi, 33% á raðhús og 38% á atvinnuhúsnæði. Í raun er um meiri hækkun að ræða því með breytingunni verður einnig tekin upp gjaldtaka á bíla- og hjólageymslur ofanjarðar. Að því gjaldi viðbættu má reikna með að hækkunin nemi u.þ.b. 90% fyrir íbúðir í

...