Sjöfn Þórðardóttir
sjofn@mbl.is
Snædís er einn af fremstu kokkum landsins og er margverðlaunuð. Hún hefur sannað sig sem einn fremsti matreiðslumeistari landsins en hún hefur að auki mikla keppnisreynslu. Svo fátt sé nefnt þá var hún aðstoðarmaður kokkalandsliðsins 2015 og tók þátt ásamt liðinu á Ólympíuleikum 2016. Hún var fyrirliði liðsins þegar það náði sínum besta árangri, 3. sæti á Ólympíuleikunum 2020, og var það í fyrsta skipti sem íslenska kokkalandsliðið komst á verðlaunapall. Hún tók við þjálfun landsliðsins í apríl 2023 og leiddi liðið á pall og náði 3. sæti auk þess að hljóta tvenn gullverðlaun og sigur fyrir „heita seðilinn“. Þetta er einungis brot af því sem hún hefur afrekað á ferli sínum.
Það eru því ófá skipti sem hún hefur matreitt sjávarfang hvort sem það er í keppni, í vinnunni eða heima
...