Framkvæmdir við nýju 5.700 fermetra farþegamiðstöðina á Skarfabakka í Sundahöfn eru á áætlun. Uppsteypa er í fullum gangi. Starfsmenn ÍAV vinna verkið sem skotgengur eins og myndin sýnir. Fyrsta skóflustungan var tekin í fyrravor og framkvæmdir hófust fljótlega við grunn
— Morgunblaðið/sisi

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Framkvæmdir við nýju 5.700 fermetra farþegamiðstöðina á Skarfabakka í Sundahöfn eru á áætlun.

Uppsteypa er í fullum gangi. Starfsmenn ÍAV vinna verkið sem skotgengur eins og myndin sýnir.

Fyrsta skóflustungan var tekin í fyrravor og framkvæmdir hófust fljótlega við grunn. Áætlað er að byggingin verði tilbúin til notkunar áður en vertíð skemmtiferðaskipanna hefst vorið 2026. Næsta sumar verður sett upp bráðabirgðaaðstaða til að afgreiða farþega skemmtiferðaskipa sem koma til Reykjavíkur.

Faxaflóahafnir efndu til samstarfssamkeppni vegna hönnunar og byggingar á fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka. Vinningstillaga var tilkynnt á vormánuðum 2023 og var það teymi

...