Kjörbréfanefnd Alþingis lagði til við Alþingi á fyrsta þingfundi sl. þriðjudag að kosningaúrslitin væru gild og kosning aðal- og varamanna yrði samþykkt, en þó með einni undantekningu. Það varð til þess að eitt nafn féll af lista yfir varaþingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður
Alþingi Alþingi var sett við hátíðlega athöfn á þriðjudaginn og í framhaldi af þingsetningunni var álit og tillaga kjörbréfanefndar Alþingis kynnt.
Alþingi Alþingi var sett við hátíðlega athöfn á þriðjudaginn og í framhaldi af þingsetningunni var álit og tillaga kjörbréfanefndar Alþingis kynnt. — Morgunblaðið/Karítas

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Kjörbréfanefnd Alþingis lagði til við Alþingi á fyrsta þingfundi sl. þriðjudag að kosningaúrslitin væru gild og kosning aðal- og varamanna yrði samþykkt, en þó með einni undantekningu. Það varð til þess að eitt nafn féll af lista yfir varaþingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Þetta kemur fram í áliti kjörbréfanefndar sem birt hefur verið á vef Alþingis.

Uppfyllti ekki skilyrði

Í áliti nefndarinnar segir að á lista þeim sem fram var lagður yfir varaþingmenn hafi nafn Cristophers G. Krystynusonar verið fellt niður en hann skipaði 14. sætið á framboðslista flokksins í téðu kjördæmi. Ástæðan var sú að Cristopher hefur ekki íslenskan ríkisborgararétt og hafði ekki kosningarétt í alþingiskosningunum

...