„Ég skal bara vera hreinskilinn, það hriktir aðeins í í kringum þetta mál – og eðlilega. Afstaða Samfylkingar og Pírata, og að einhverju leyti Viðreisnar líka, hefur alveg verið skýr og þau vilja flugvöllinn burt. Við höfum ekki verið þar,“ segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknar í borgarstjórn, í viðtali í Dagmálum Morgunblaðsins, sem birtast á mbl.is í dag.
Einar talar þar tæpitungulaust um vandræði meirihlutans í borgarstjórn. Auk málefna flugvallarins er einnig rætt við Einar um samgöngumálin. „Það hefur verið þrengt að fjölskyldubílnum með þeim skilaboðum að taka strætó en þjónustan er samt ekki nægilega góð. Við þurfum að sýna hvert öðru mildi þegar kemur að þessu. Venjulegt fjölskyldufólk í úthverfunum á erfitt með að sinna sínum erindum hjólandi,“ segir Einar ennfremur. » 4