![](/myndir/gagnasafn/2025/02/06/e13c1def-3718-4c20-9c95-43f159ecd054.jpg)
Öllum fjórum leikjunum í átta liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handknattleik sem fram áttu að fara í gærkvöld var frestað vegna veðurofsans. Þeir fara allir fram á sama tíma í kvöld. Þar á meðal er leikur ÍBV og Vals en Valskonur voru þegar komnar til Vestmannaeyja og dvelja þar til laugardags. Liðin mætast nú tvo daga í röð, í bikarnum klukkan 18 í kvöld og í úrvalsdeildinni á sama tíma annað kvöld. Hinir leikirnir eru ÍR – Haukar, Fram – Stjarnan og Víkingur – Grótta.