Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi ÞG Verks, segir lóðaskort og nýja gjaldtöku munu ýta undir íbúðaverð á þessu ári. Ekki hafi verið staðið við fyrirheit um aukið framboð byggingarlóða í borginni
![Þorvaldur Gissurarson](/myndir/gagnasafn/2025/02/07/da73e725-9928-4b5a-8783-db9003eeecfc.jpg)
Þorvaldur Gissurarson
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi ÞG Verks, segir lóðaskort og nýja gjaldtöku munu ýta undir íbúðaverð á þessu ári. Ekki hafi verið staðið við fyrirheit um aukið framboð byggingarlóða í borginni.
Máli sínu til stuðnings bendir hann á að hlutfall skatta og gjalda af verði nýrra íbúða hafi hækkað mikið og sé nú allt að 25% af söluverði. Nú hyggist Reykjavíkurborg hækka gjöldin enn frekar með því að hækka gatnagerðargjöld.
Hefur heft uppbyggingu
Samkvæmt nýrri könnun sem Outcome gerði fyrir Samtök iðnaðarins telur mikill meirihluti verktaka að lítið lóðaframboð hafi heft uppbyggingu íbúða á síðustu árum. Sömuleiðis hafi aðgerðir síðustu ríkisstjórnar í skattamálum dregið úr uppbyggingu íbúða.
...