Þjóðin naut þess að horfa á úrvalsþætti um Vigdísi Finnbogadóttur í upphafi árs. Í þáttunum brá fyrir föður hennar Finnboga Rúti Þorvaldssyni en ekki fylgdi sögunni að hann var hagorður. Í viðtali sem birtist við Vigdísi í Stuðlabergi árið 2021…

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Þjóðin naut þess að horfa á úrvalsþætti um Vigdísi Finnbogadóttur í upphafi árs. Í þáttunum brá fyrir föður hennar Finnboga Rúti Þorvaldssyni en ekki fylgdi sögunni að hann var hagorður. Í viðtali sem birtist við Vigdísi í Stuðlabergi árið 2021 sagði hún frá því, að hann hefði oft farið með kveðskap og orti hann meðal annars:

Lífið er tafl og teningsspil

það tefla allir sér í vil

eftir viti og vilja.

En oft þeir leika einna verst

sem ætla sér að tefla mest

en skákina ekki skilja.

Séra Hjálmar Jónsson var á fundi SES, Samtaka eldri sjálfstæðismanna, í hádeginu á miðvikudag, en þar hafði

...