Shokri Keryo
Shokri Keryo

Landsréttur hefur þyngt dóminn yfir Shokri Keryo upp í sjö ár. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt Keryo, sem er sænskur, í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir skotárás í Úlfarsárdal í 2. nóvember árið 2023. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í gær.

Keryo hef­ur verið í gæslu­­varðhaldi frá því hann var hand­tek­inn eft­ir árás­ina og dregst sá tími frá fangelsisvist hans.

Var Keryo sak­felld­ur fyr­ir hættu­brot, en sýknaður fyr­ir til­raun til mann­dráps fyr­ir héraðsdómi í fyrra.

Keryo neitaði sök á skotárás­inni fyr­ir dómi í mars og kvaðst lítið muna frá kvöld­inu um­rædda þar sem hann var sakaður og dæmd­ur fyr­ir að hafa skotið fjór­um skot­um í átt­ina að fjór­um ein­stak­ling­um er þeir stóðu ut­an­dyra við íbúðar­hús­næði í Silfra­tjörn.

Eitt skot­anna fór inn um glugga hjá fjög­urra manna fjöl­skyldu, sem er mál­inu með öllu óviðkom­andi. Keryo sagðist lítið muna eft­ir kvöldinu og neitaði sök á árás­inni fyr­ir dómi.

...