Ómar Már Jónsson, framkvæmdastjóri NEXUM ehf. og miðasölufyrirtækisins MidiX, segir að miðasölumarkaðurinn á Íslandi sé óeðlilega lokaður og skorti raunverulega samkeppni. Hann telur nauðsynlegt að skapa jafnari aðstæður fyrir alla aðila til að…
Samkeppni Ómar Már Jónsson framkvæmdastjóri MidiX segir að miðasölumarkaðurinn á Íslandi sé áætlaður 8–10 milljarðar króna á ári.
Samkeppni Ómar Már Jónsson framkvæmdastjóri MidiX segir að miðasölumarkaðurinn á Íslandi sé áætlaður 8–10 milljarðar króna á ári. — Morgunblaðið/Hákon

Baksvið

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

Ómar Már Jónsson, framkvæmdastjóri NEXUM ehf. og miðasölufyrirtækisins MidiX, segir að miðasölumarkaðurinn á Íslandi sé óeðlilega lokaður og skorti raunverulega samkeppni. Hann telur nauðsynlegt að skapa jafnari aðstæður fyrir alla aðila til að stuðla að lægra miðaverði, hraðari þróun tæknilausna og betri þjónustu fyrir viðburðahaldara og neytendur.

„Í dag er einn aðili, Tix.is, með 80-85% markaðshlutdeild og hefur tryggt sér viðskipti við fjölmarga viðburðastaði með samningum sem útiloka aðra þjónustuaðila frá því að veita miðasöluþjónustu á stærstu viðburðastöðum landsins,“ segir Ómar í samtali við Morgunblaðið. „Öll stærstu leikhús landsins eru bundin Tix með samningum þar sem öðrum þjónustuaðilum er beinlínis ekki gefinn kostur á

...