Ísland verður ekki eitt þeirra 16 liða sem taka þátt á Evrópumóti kvenna í körfubolta í Grikklandi, Ítalíu, Tékklandi og Þýskalandi í sumar eftir naumt tap liðsins fyrir Tyrklandi, 83:76, í Izmir í undankeppninni í Tyrklandi í gær
EM í körfu
Jökull Þorkelsson
jokull@mbl.is
Ísland verður ekki eitt þeirra 16 liða sem taka þátt á Evrópumóti kvenna í körfubolta í Grikklandi, Ítalíu, Tékklandi og Þýskalandi í sumar eftir naumt tap liðsins fyrir Tyrklandi, 83:76, í Izmir í undankeppninni í Tyrklandi í gær.
Ísland hefði þurft að vinna leikinn sem og leik gegn Slóvakíu næstkomandi sunnudagskvöld til að eiga möguleika á að komast í lokakeppnina. Þrátt fyrir að Ísland verði ekki á mótinu er hægt að taka mjög margt jákvætt úr undanförnum landsleikjum liðsins.
Íslenska liðið var nánast allan leikinn nokkrum stigum á eftir tyrkneska liðinu. Munurinn eftir fyrsta leikhluta var sjö stig en eftir annan var hann fimm stig. Ísland fékk nokkur tækifæri til að jafna metin og
...