Það gæti skýrst í dag hvort Kristján Þórður Snæbjarnarson mun gegna áfram formennsku í Rafiðnaðarsambandi Íslands (RSÍ) eftir að hann hefur tekið sæti á Alþingi en Kristján var kjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í kosningunum 30. nóvember. Hann hefur ekki gefið upp hvort hann hafi hug á að starfa áfram sem formaður samhliða þingmennskunni.

Kristján sagði í samtali í gær að miðstjórn Rafiðnaðarsambandsins væri boðuð til fundar í dag þar sem farið yrði yfir þessi mál. Sagðist hann lítið geta sagt um þetta fyrir fundinn því að hann vildi fyrst ræða þessi mál við félaga sína í miðstjórninni. Skv. heimildum Morgunblaðsins hefur verið nokkur kurr innan raða félagsmanna í RSÍ yfir því hversu lengi hefur dregist að framtíð Kristjáns hjá sambandinu skýrist þar sem rúmir tveir mánuðir eru liðnir frá kosningunum. Töluvert hafi verið um þetta rætt og eru skoðanir sagðar mjög skiptar.

...