Saalbach Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir á flugi í risasviginu.
Saalbach Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir á flugi í risasviginu. — AFP/Dimitar Dilkoff

Hólmfríður Dóra Friðgeirs­dóttir náði ekki að ljúka keppni í risasvigi á heimsmeistaramótinu í alpagreinum í Saalbach í Austur­ríki í gær. Hún lenti fyrir utan brautina í stökki á miðri leið. Níu keppendur af fjörutíu luku ekki keppni. Stephanie Venier frá Austurríki varð heimsmeistari, Federica Brignone frá Ítalíu fékk silfur og Lauren Macuga frá Bandaríkjunum fékk brons. Hólmfríður keppir í bruni á morgun og í svigi og stórsvigi í næstu viku.