![Dagur B. Eggertsson](/myndir/gagnasafn/2025/02/07/0612fcba-47a3-4896-b13c-47f823d7955f.jpg)
Meirihlutinn riðar til falls, segir á forsíðu Viðskiptablaðsins í vikunni og er þar vísað í nýja skoðanakönnun um fylgi flokka í Reykjavík, en sveitarstjórnarkosningar fara fram eftir rúmt ár. Samanlagt fylgi flokkanna í meirihlutanum mælist nú 41,6% en var í síðustu kosningum 55,8%.
Samkvæmt þessu félli meirihluti Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata væri kosið nú og raunar alls óvíst að Framsókn, með 3,3%, eða Píratar, með 4,4%, næðu manni í borgarstjórn.
Framsókn, sem boðaði breytingar í kosningunum 2022 og náði aftur inn í borgarstjórn á þeim forsendum, gerði þau reginmistök að ganga inn í fyrri meirihluta undir forystu Samfylkingar og hefur ekki náð að gera neinar breytingar sem máli skipta.
Núverandi borgarstjóri, Einar Þorsteinsson, talar að vísu með öðrum hætti
...