Sérstakur skattur sem lagður er á sjávarútveginn, svokölluð veiðigjöld, nam rúmum tíu milljörðum króna í fyrra og hækkaði lítillega á milli ára þrátt fyrir loðnubrest, sem því miður er útlit fyrir að endurtaki sig. Staðreyndin er sú að veiðar eru háðar mikilli óvissu um afla og geta sveiflurnar verið miklar, einkum í uppsjávarveiðum þar sem stundum aflast vel en stundum ekkert.
Veiðigjöld hafa hækkað mikið í seinni tíð eftir verulegar breytingar á gjaldtökunni. Það sérkennilega er þó að þessi mikla hækkun og háar árlegar greiðslur hafa engu breytt um það að Samfylkingin og Viðreisn tala enn um að gera þurfi á kerfinu breytingar og afla enn meiri sérsniðinna skatta af greininni.
Í kynningu á fyrstu verkefnum ríkisstjórnarinnar segir að gera eigi „breytingar á veiðigjaldi til að það endurspegli betur raunveruleg aflaverðmæti“,
...