Ellert B. Schram, fv. ritstjóri og þingmaður, fæddist í Reykjavík 10. október 1939. Hann lést 24. janúar 2025.
Foreldrar hans voru Björgvin Schram, stórkaupmaður í Reykjavík, f. 3. október 1912, d. 24. mars 2001, og Aldís Þorbjörg Brynjólfsdóttir húsmóðir, f. 23. mars 1917, d. 5. maí 1991.
Ellert lauk embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1966 og öðlaðist lögmannsréttindi sama ár. Ellert var blaðamaður á Vísi, vann á málflutningsskrifstofu Eyjólfs K. Jónssonar og fleiri 1965 og 1966, var skrifstofustjóri borgarverkfræðings 1966-71, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins 1971-79 og 1983-87, alþingismaður Samfylkingarinnar 2007-2009 og hefur verið varaþingmaður, síðast árið 2019. Hann var ritstjóri Vísis og DV 1980-95, formaður KSÍ 1973-89, forseti ÍSÍ 1991-97 og forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, ÍSÍ, 1997-2006. Ellert var formaður
...