Hafið er forútboð á vegum bandaríska sjóhersins um frekari uppbyggingu/endurnýjun mannvirkja á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Eru það varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins og varnarmálasvið Landhelgisgæslu Íslands sem nýverið vöktu athygli á þessu í útboðsauglýsingu
NATO Kafbátaleitarflugvélar eru öllum stundum á öryggissvæðinu.
NATO Kafbátaleitarflugvélar eru öllum stundum á öryggissvæðinu. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Kristján H. Johannessen

khj@mbl.is

Hafið er forútboð á vegum bandaríska sjóhersins um frekari uppbyggingu/endurnýjun mannvirkja á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Eru það varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins og varnarmálasvið Landhelgisgæslu Íslands sem nýverið vöktu athygli á þessu í útboðsauglýsingu.

Á útboðsvef bandaríska ríkisins er verkefnið auglýst undir heitinu „P-8A Operations Center Non-Secure Renovation, Keflavik, Iceland“ og hefur það útboðsnúmerið N3319125RF005. Hægt er að nálgast nánari lýsingu á fyrirhugaðri framkvæmd á útboðsvefnum og undir áðurnefndu númeri útboðs.

Þrjár stórar byggingar

Þar kemur meðal annars fram að um sé að ræða endurnýjun á þremur stórum mannvirkjum sem

...