„Við skrifuðum undir viljayfirlýsingu um verkefnið á síðasta ári en vorum að klára samning um svæðið núna í vikunni og nú getum við farið að byrja skipulagsvinnuna og hönnun á svæðinu,“ segir Jóhann Guðni Reynisson, framkvæmdastjóri Blue Vacations og einn af eigendum Ektabaða ehf
Undirritun Elvar Reykjalín, Ína Björk Jóhannsdóttir, hótelstjóri Blue vacations Iceland, Jóhann Guðni Reynisson, Eyrún I. Sigþórsdóttir sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og Friðjón Árni Sigurvinsson upplýsingafulltrúi.
Undirritun Elvar Reykjalín, Ína Björk Jóhannsdóttir, hótelstjóri Blue vacations Iceland, Jóhann Guðni Reynisson, Eyrún I. Sigþórsdóttir sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og Friðjón Árni Sigurvinsson upplýsingafulltrúi.

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

„Við skrifuðum undir viljayfirlýsingu um verkefnið á síðasta ári en vorum að klára samning um svæðið núna í vikunni og nú getum við farið að byrja skipulagsvinnuna og hönnun á svæðinu,“ segir Jóhann Guðni Reynisson, framkvæmdastjóri Blue Vacations og einn af eigendum Ektabaða ehf. Samningur Ektabaða ehf. við Dalvíkurbyggð verður til 99 ára og var hann undirritaður á Baccalau bar Elvars Reykjalín, sem er framkvæmdastjóri Ektafisks og frumkvöðull í ferðamennsku á Hauganesi.

Framkvæmdir í áföngum

„Núna getum við farið að undirbúa framkvæmdir fyrir alvöru, en við fengum 10 hektara lands upp af fjörunni við Hauganes í Eyjafirði og þar er áformuð ferðatengd starfsemi á vegum Ektabaða ehf. þar sem verða m.a. hótel, bústaðir

...