Veikari klerkastjórn keppist nú við að koma sér upp kjarnorkuvopnum

Veruleg hætta er talin vera á því að klerkastjórnin í Íran hafi verið að vinna að því, meðal annars með starfsemi neðanjarðar til að leyna áformunum, að koma sér upp kjarnorkuvopnum og langdrægum eldflaugum fyrir slík vopn. Upplýsingar um þetta lágu fyrir í forsetatíð Bidens, sem virðist nú löngu liðinn veruleiki, en ekkert hefur enn verið gert vegna þessa.

Vandinn hófst fyrir alvöru þegar Obama fyrrverandi forseti fékk það í gegn fyrir um áratug að samið var við Íran um kjarnorkumál og þvingunum sem ríkið hafði sætt var aflétt. Vandinn var svo aukinn með stórkostlegum peningasendingum Obama og enn frekar Bidens til klerkastjórnarinnar, sem nýtti aukið svigrúm óspart til að styðja hryðjuverkasamtök á borð við Húta, Hesbollah og Hamas, með þekktum afleiðingum.

Einni afleiðingu höfðu klerkarnir þó ekki reiknað með, sem var að stjórnvöld

...