90 ára Hjalti fæddist á Akureyri og býr þar. Vann hann allan sinn starfsaldur í fataverksmiðjunni Heklu og sinnti þar ýmsum störfum. Á árum áður spilaði Hjalti á trommur í ýmsum hljómsveitum, lengst í Hljómsveit Ingimars Eydals. Áhugamálin eru fjölskyldan, djasstónlist og lestur.
Fjölskylda Eiginkona Hjalta var Vilhelmína Norðfjörð Sigurðardóttir, f. 28.2. 1938, d. 16.9. 2020. Dætur þeirra eru stúlka, f. 23.6. 1955, d. 23.6. 1955, Anna Hulda, f. 1956, eiginmaður hennar Ólafur Þ. Ólafsson, og Sigrún Elva, f. 1966, eiginmaður hennar Baldur H. Hauksson. Foreldrar Hjalta voru hjónin Hjalti Sigurðsson, f. 1891, d. 1979, húsgagnasmiður og Anna Jónatansdóttir, f. 1899, d. 1937, húsmóðir.