Leikarinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson mætti í Ísland vaknar á K100 í gærmorgun, um svipað leyti og rauð viðvörun skall á höfuðborgarsvæðinu, en þar sagði hann meðal annars frá nýjustu verkefnum sínum og samstarfinu við stórleikara á borð við Anthony Hopkins. Guðmundur sló í gegn á Netflix í Mary, þar sem hann lék á móti Hopkins, og frumsýnir næst All Eyes on Me í Bíó Paradís 12. febrúar. Hann ræddi meðal annars um tökur í Atlasfjöllunum í Marokkó og hvernig hann kynntist leikstjóranum einstaka Pascal Payant. Viðtalið er á K100.is.