Hlín Eiríksdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, var í síðasta mánuði keypt til enska félagsins Leicester City frá sænska félaginu Kristianstad. Skrifaði hún undir tveggja og hálfs árs samning hjá Leicester, sem leikur í ensku A-deildinni
![Leicester Hlín Eiríksdóttir er spennt fyrir því að reyna fyrir sér í ensku deildinni með Leicester City, sem þarf sárlega á fleiri mörkum að halda.](/myndir/gagnasafn/2025/02/07/9ff3ca92-5233-4575-b933-18b129e41b4b.jpg)
Leicester Hlín Eiríksdóttir er spennt fyrir því að reyna fyrir sér í ensku deildinni með Leicester City, sem þarf sárlega á fleiri mörkum að halda.
— Ljósmynd/Leicester
England
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Hlín Eiríksdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, var í síðasta mánuði keypt til enska félagsins Leicester City frá sænska félaginu Kristianstad. Skrifaði hún undir tveggja og hálfs árs samning hjá Leicester, sem leikur í ensku A-deildinni.
„Það er geggjað, þetta er draumur að rætast. Ég held að það sé draumur hjá mjög mörgu ungu fótboltafólki að spila í ensku úrvalsdeildinni. Ég er mjög sátt við þetta og hlakka til að sýna mig og sanna í þessari deild.
Það er búinn að vera draumur minn að komast í þessa deild og ég hef alveg hugsað um hvort það færi ekki að verða tímabært að taka næsta skref frá Svíþjóð. Þetta var sú deild sem mig langaði langmest að spila í,“ sagði Hlín,
...