Njarðvík færðist nær toppliðum Tindastóls og Stjörnunnar í úrvalsdeild karla í körfubolta er liðið vann sannfærandi heimasigur á KR, 103:79, í 17. umferðinni í gærkvöldi. Njarðvíkingar eru áfram í þriðja sæti og nú með 22 stig, fjórum stigum á eftir …
Njarðvík KR-ingar reyna hvað þeir geta til að stöðva Isiah Coddon hjá Njarðvík í leik liðanna í úrvalsdeild karla í körfubolta í Njarðvík í gær.
Njarðvík KR-ingar reyna hvað þeir geta til að stöðva Isiah Coddon hjá Njarðvík í leik liðanna í úrvalsdeild karla í körfubolta í Njarðvík í gær. — Morgunblaðið/Skúli

Körfuboltinn

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Njarðvík færðist nær toppliðum Tindastóls og Stjörnunnar í úrvalsdeild karla í körfubolta er liðið vann sannfærandi heimasigur á KR, 103:79, í 17. umferðinni í gærkvöldi.

Njarðvíkingar eru áfram í þriðja sæti og nú með 22 stig, fjórum stigum á eftir toppliðunum og fjórum stigum á undan Grindavík í fjórða sæti.

Heimamenn í Njarðvík lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en staðan eftir hann var 54:34 og áttu KR-ingar ekki möguleika í seinni hálfleik.

Sigurinn var sætur fyrir Njarðvík en KR vann leik liðanna í átta liða úrslitum í bikarnum í síðasta mánuði með ótrúlegum hætti en þar urðu lokatölur 116:67.

...