![Helgi Bernódusson](/myndir/gagnasafn/2025/02/07/12e4dae9-5792-4f23-a7c5-e53d9265c8a9.jpg)
Helgi Bernódusson
Það hefur ekki borið til áður að stefnuræðu forsætisráðherra hafi verið frestað vegna veðurs eins og gert var sl. miðvikudagskvöld. Segir Helgi Bernódusson, fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, að slík frestun sé einsdæmi, en Helgi var ráðinn til starfans árið 2005 og gegndi honum til 2019.
Stefnuræða forsætisráðherra var fyrst flutt á Alþingi 1970. Frá þeim tíma er vitað um tvö tilvik frestunar af öðrum ástæðum en vegna veðurs. Stefnuræðan nú verður flutt á mánudagskvöld og umræður fara fram á Alþingi að henni lokinni. » 6