![Samúð Blóm, kerti og miðar hafa verið lögð við skólann. „Það er mikil ást í heiminum. Það getur gleymst eftir svona illvirki,“ segir á einum miðanum.](/myndir/gagnasafn/2025/02/07/86c795cc-4547-44f5-ac8d-ed451dce9725.jpg)
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Sænska lögreglan sagði í gær að þeir sem létu lífið í skotárás í skóla í Örebro á þriðjudag hefðu verið frá nokkrum þjóðlöndum, af báðum kynjum og á ýmsum aldri.
Sýrlenska sendiráðið í Svíþjóð sagði í færslu á Facebook að tveir Sýrlendingar hefðu verið meðal hinna látnu. Sendiráð Bosníu skýrði einnig frá því að bosnísk kona hefði látið lífið. Alls létust tíu í árásinni auk árásarmannsins, sem svipti sig lífi eftir að lögregla kom á staðinn. Sex særðust, þar af fimm alvarlega.
Lars Wiren, lögreglustjóri í Örebro í Svíþjóð, sagði á blaðamannafundi í gær að lögreglumenn sem urðu fyrstir á vettvang hefðu líkt aðstæðum við helvíti: „Látið og sært fólk, öskur og reykur.“ Lögreglumenn hefðu fengið það á tilfinninguna að eftir að þeir komu á vettvang
...