![](/myndir/gagnasafn/2025/02/07/0375a137-4822-4747-bdfa-d6bd138c4a78.jpg)
Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik tapaði naumlega fyrir sterkum mótherjum Tyrklands, 83:76, í hörkuleik í Izmir í undankeppni Evrópumótsins í gær. Eftir tapið á Ísland ekki lengur möguleika á að komast í lokakeppnina. Þó má taka margt jákvætt úr frammistöðu íslenska liðsins sem bætir sig stöðugt og verður athyglisvert að fylgjast með því á næstu árum. Sara Rún Hinriksdóttir fór á kostum í liði Íslands og skoraði 29 stig. » 26