Anna Rún Frímannsdóttir
annarun@mbl.is
„Þetta fjallar um leyndarmál í þessari tilteknu fjölskyldu og hvernig við getum öll orðið meðvirk í að halda einhverju leyndu, einhverju sem ekki er hægt að tala um. Þannig geta heilu fjölskyldurnar og jafnvel nágrannarnir, eins og í þessu verki þar sem tveir nágrannar blandast inn í atburðarásina og verða hluti af einu allsherjar laumuspili, farið að dansa á hárfínni línu og haft á tilfinningunni að það sé stórhættulegt að stíga út fyrir hana. Þetta getur valdið óheyrilegri spennu en líka verið hrikalega fyndið þó að það sé um leið sorglegt og dramatískt. Þannig að ég spila svolítið á þessa strengi í verkinu,“ segir Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir, leikskáld og höfundur verksins Heim sem frumsýnt verður í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í kvöld, föstudaginn 7. febrúar, klukkan 20.
...