Breiðholtið Landsliðskonan Rut Jónsdóttir sækir að marki ÍR-inga í leik liðanna í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í Breiðholti í gærkvöldi.
Breiðholtið Landsliðskonan Rut Jónsdóttir sækir að marki ÍR-inga í leik liðanna í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í Breiðholti í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Eggert

Fram vann öruggan sigur á Stjörnunni á heimavelli, 37:17, þegar liðin mættust í átta liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handbolta í gærkvöldi. Alfa Brá Hagalín og Lena Margrét Valdimarsdóttir skoruðu sex mörk hvor fyrir Fram. Embla Steindórsdóttir skoraði átta fyrir Stjörnuna.

Ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Vals gerðu góða ferð til Vestmannaeyja og unnu ÍBV, 24:20. Elín Rósa Magnúsdóttir skoraði sex mörk fyrir Val. Níu mörk frá Birnu Berg Haraldsdóttur dugðu skammt fyrir ÍBV.

Haukar unnu sannfærandi útisigur á ÍR, 26:17. Elín Klara Þorkelsdóttir lék vel að vanda fyrir Hauka og skoraði níu mörk. Sylvía Sigríður Jónsdóttir gerði fjögur fyrir ÍR.

Loks vann Grótta nauman sigur á Víkingi úr 1. deild, 22:21, á útivelli. Ída Margrét Stefánsdóttir skoraði tíu

...