![](/myndir/gagnasafn/2025/02/07/5b9fecb0-4653-4f40-8b1c-2c18b56a180e.jpg)
Hallgrímur B. Geirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Árvakurs hf., lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 5. febrúar, 75 ára að aldri.
Hallgrímur fæddist 13. júlí 1949 í Boston í Bandaríkjunum, sonur hjónanna Geirs Hallgrímssonar fyrrverandi forsætisráðherra og Ernu Finnsdóttur húsmóður.
Hallgrímur lauk stúdentsprófi frá MR 1969 og lögfræðiprófi frá HÍ 1975. Hann varð héraðsdómslögmaður 1977 og hæstaréttarlögmaður 1985.
Hann vann við lögfræðistörf hjá Eyjólfi Konráð Jónssyni og Hirti Torfasyni og fleirum frá 1975 til 1978. Hann rak lögmannsstofu ásamt Gesti Jónssyni, Kristni Björnssyni og síðar Ragnari Halldóri Hall og fleirum frá 1978 til 1995 þegar hann tók við starfi framkvæmdastjóra Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins. Því starfi gegndi hann til ársins 2006 en frá þeim tíma vann hann við ýmis lögmannsstörf. Í framkvæmdastjóratíð sinni hjá Árvakri beitti Hallgrímur sér meðal annars fyrir því að fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, var hleypt
...