Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi ÞG Verks, segir ekki hafa verið brugðist við miklum lóðaskorti á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir mikið ákall þar um. „Reykjavík er fremst í flokki og ætti sem stærsta sveitarfélagið að bera mestu ábyrgðina
![Byggðin þétt F-reitur á Kirkjusandi er dæmi um þéttingarreit í borginni.](/myndir/gagnasafn/2025/02/07/597daf4c-f088-4976-9711-59dcf055f7e5.jpg)
Byggðin þétt F-reitur á Kirkjusandi er dæmi um þéttingarreit í borginni.
— Morgunblaðið/Baldur
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi ÞG Verks, segir ekki hafa verið brugðist við miklum lóðaskorti á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir mikið ákall þar um.
„Reykjavík er fremst í flokki og ætti sem stærsta sveitarfélagið að bera mestu ábyrgðina. Það hefur hins vegar ekki orðið nein merkjanleg breyting á lóðaframboðinu, hvorki síðustu árin né eftir borgarstjóraskiptin fyrir rúmu ári.“
Enginn fyrirsjáanleiki
Hversu mikið framboð verður að óbreyttu á lóðum undir fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu í ár?
„Það er mergurinn málsins að það er enginn fyrirsjáanleiki í því og ekki að sjá að það standi til neinar
...