Úrslitaleikur Liverpool tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í gærkvöldi.
Úrslitaleikur Liverpool tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í gærkvöldi. — AFP/Oli Scarff

Liverpool mætir Newcastle í úrslitum deildabikars karla í fótbolta eftir sannfærandi heimasigur á Tottenham, 4:0, í seinni leik liðanna í undanúrslitum í gær. Tottenham vann fyrri leikinn á heimavelli 1:0 en Liverpool var miklu sterkari aðilinn í gær. Cody Gakpo kom Liverpool á bragðið á 34. mínútu og þeir Mo Salah, Dominic Szoboszlai og Virgil van Dijk skoruðu allir í seinni hálfleik og tryggðu ríkjandi meisturunum öruggan sigur.