![Aðal Alicia Florrick og samstarfskona.](/myndir/gagnasafn/2025/02/07/61dbe959-f938-45e9-867c-32cc21db9eaa.jpg)
Víðir Sigurðsson
The Good Wife er bandarísk þáttaröð sem við duttum niður á fyrir nokkrum vikum og er aðgengileg í Sjónvarpi Símans. Þar er að finna einar sjö þáttaraðir og yfir 150 þætti þannig að Florrick-hjónin gætu hæglega verið á skjánum næstu mánuðina, svo framarlega sem þættirnir eldast vel.
Enn sem komið er hafa þeir aðdráttarafl, eftir um 20 þætti er maður ennþá til í einn þátt fyrir svefninn, og einhver er ástæðan fyrir því að þeir lifðu eins lengi og raun ber vitni. Þetta er lögfræði/stjórnmáladrama og gerist í Chicago þar sem lögfræðingurinn Alicia Florrick og fyrrverandi saksóknarinn Peter, eiginmaður hennar, eru í aðalhlutverkum ásamt lögfræðingnum Will Gardner, vinnuveitanda Aliciu.
Í byrjun fyrstu þáttaraðar er Peter kominn í fangelsi vegna meintrar spillingar og kynlífshneykslis en freistar þess að sanna sakleysi sitt og vinna aftur traust eiginkonunnar. Á sama tíma
...