![Glíma Ekkert fer fram hjá vökulum augum Kjartans Lárussonar.](/myndir/gagnasafn/2025/02/07/fcdc6127-5257-441e-b112-46585a314628.jpg)
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Íslensk glíma er þjóðaríþrótt landsmanna og íslenskir glímumenn sýndu hana á Ólympíuleikunum 1908 og 1912, en hún fellur gjarnan í skuggann af öðrum íþróttum. Kjartan Lárusson hefur borið vegferð hennar fyrir brjósti sem keppnismaður, þjálfari og dómari í nær fjóra áratugi og fyrir skömmu ákvað stjórn Glímusambands Íslands að útnefna hann fyrsta glímueldhuga ársins. „Hann hefur gefið glímunni ótrúlega mikið,“ segir Guðmundur Stefán Gunnarsson, formaður GLÍ. Með útnefningunni vilji stjórnin verðlauna eldhuga og vekja athygli á mikilvægu starfi sjálfboðaliða.
„Þetta er viss heiður sem vekur athygli á því sem gert er,“ segir Kjartan, glímueldhugi ársins 2024. Hann er sauðfjárbóndi á Austurey I, skammt frá Laugarvatni, stundaði íþróttir, einkum blak
...