Þessi mjög svo myndarlegi hundur var í aðalhlutverki á umfangsmikilli leitaræfingu sem fram fór í frönsku Ölpunum. Var þar verið að æfa viðbrögð og björgun fólks sem lent hafði í ofanflóði á þessu vinsæla skíða- og útivistarsvæði. Vel þjálfaðir ferfætlingar geta skipt sköpum þegar leita þarf að fólki sem grafist hefur undir fannfergi. En til þess að svo megi verða þarf reglulega að æfa réttu handbrögðin.