„Það blés í gær og það blés í dag og það hefur gustað hressilega um Reykjavíkurflugvöll um árabil,“ hóf Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra mál sitt á opnum fundi um stöðu og framtíð Reykjavíkurflugvallar í gærkvöld þar sem hann sló því …
![Ráðherra Eyjólfur Ármannsson á fundinum um framtíð flugvallarins.](/myndir/gagnasafn/2025/02/07/84410e9b-a54f-44da-ab8f-15dba57b1b52.jpg)
Ráðherra Eyjólfur Ármannsson á fundinum um framtíð flugvallarins.
— Morgunblaðið/Eggert
„Það blés í gær og það blés í dag og það hefur gustað hressilega um Reykjavíkurflugvöll um árabil,“ hóf Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra mál sitt á opnum fundi um stöðu og framtíð Reykjavíkurflugvallar í gærkvöld þar sem hann sló því fram að ný ríkisstjórn væri einhuga um að standa vörð um framtíð vallarins í Vatnsmýri.
„Svo einfalt er það,“ sagði Eyjólfur og uppskar lófatak úr sal. Kvaðst ráðherra líta svo á að það væri ein af meginskyldum Reykjavíkur að gæta þess að þar væri starfræktur flugvöllur sem tryggði góðan aðgang allra íbúa landsins að höfuðborginni. » 2 og 4