Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdómstóls yfir Mohamad Thor Jóhannessyni, áður þekktum sem Mohamad Kourani, en hann fékk nafni sínu breytt í sumar. Mohamad hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir stunguárás sem hann framdi í versluninni OK Market í Valshverfinu 7
![Landsréttur Dómur yfir Mohamad var þyngdur í Landsrétti.](/myndir/gagnasafn/2025/02/07/26035f19-4943-49ea-a9f1-3c4ee1894b66.jpg)
Landsréttur Dómur yfir Mohamad var þyngdur í Landsrétti.
— Morgunblaðið/Eggert
Iðunn Andrésdóttir
idunn@mbl.is
Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdómstóls yfir Mohamad Thor Jóhannessyni, áður þekktum sem Mohamad Kourani, en hann fékk nafni sínu breytt í sumar.
Mohamad hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir stunguárás sem hann framdi í versluninni OK Market í Valshverfinu 7. mars 2024, ásamt öðrum brotum. Neitaði hann sök í öllum ákæruliðum og fór fram á sýknudóm.
Fyrsta brot Mohamads var framið í desember 2017, en þá var hann dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir skjalabrot.
Hann kom til landsins í ársbyrjun 2017 og hlaut alþjóðlega vernd vorið 2018. Hann hefur aldrei stundað launaða vinnu hér á landi en hins vegar þegið opinbert fé til framfærslu.
Þá sat hann inni í
...