vera frekur til fjörsins þýðir að vera annt um líf sitt. Og málshátturinn frekur er hver (þ.e. sérhver) til fjörsins bendir til þess að það sé nokkuð almennt

vera frekur til fjörsins þýðir að vera annt um líf sitt. Og málshátturinn frekur er hver (þ.e. sérhver) til fjörsins bendir til þess að það sé nokkuð almennt. Að vera frekur til fjár(ins) er svolítið annað: að gera miklar kröfur fyrir sjálfs sín hönd, vera ágjarn. „Í góðæri verða sumir fullfrekir til fjárins.“