![](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/239c874f-078c-48a6-b30a-e9498a262215.jpg)
Vilborg Jónsdóttir fæddist á Siglufirði 2. ágúst 1932. Hún lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 29. janúar 2025.
Hún var yngsta barn hjónanna Helgu Jóhannesdóttur, f. 1890, og Jóns Antons Gíslasonar, f. 1889, sem stofnuðu heimili sitt í Suðurgötu 37 á Siglufirði árið 1916. Systkini Lillu, eins og hún var alltaf kölluð, voru: Hrönn, f. 1918, Ragnheiður, f. 1919, Dóróthea, f. 1922, Snorri, f. 1925, Jóhannes, f. 1926, Unnur, f. 1928, og Petra, f. 1931, og eru þau öll látin, þau voru alla tíð mjög náin og góðir vinir.
Eiginmaður Vilborgar var Baldvin Ingimar Baldvinsson, flutninga- og vörubílstjóri á Siglufirði, f. 30. nóvember 1929, d. 10. maí 1998. Þau gengu í hjónaband 1952 og stofnuðu heimili sitt í Suðurgötu 47 þar sem þau áttu heimili alla tíð. Þau eignuðust fjögur börn sem eru:
1) María, f. 1.
...