Fiskveiðinefnd Evrópuþingsins hélt sérstakan fund 28. janúar síðastliðinn um stöðu samskipta Evrópusambandsins og Noregs með tilliti til fiskveiða. Tilgangur fundarins, sem haldinn var fyrir opnum dyrum í Brussel, var að rýna í núverandi…
Einhliða aukning makrílkvóta Norðmanna er sögð réttlæta viðskiptaþvinganir af hálfu ESB.
Einhliða aukning makrílkvóta Norðmanna er sögð réttlæta viðskiptaþvinganir af hálfu ESB. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Gunnlaugur Snær Ólafsson

gso@mbl.is

Fiskveiðinefnd Evrópuþingsins hélt sérstakan fund 28. janúar síðastliðinn um stöðu samskipta Evrópusambandsins og Noregs með tilliti til fiskveiða. Tilgangur fundarins, sem haldinn var fyrir opnum dyrum í Brussel, var að rýna í núverandi fiskveiðisamninga Evrópusambandsins og Noregs og yfirstandandi fiskveiðideilur.

„Umdeildar aflahlutdeildir, ósjálfbær nýting fiskistofna, endurheimt sögulegs veiðiréttar: frummælendur, sem eru sérfræðingar í málinu, munu varpa ljósi á þessi mál, hvað er í húfi og hugsanlegar lausnir,“ sagði í kynningu fundarins. Mættu fyrir nefndina meðal annars talsmenn evrópska togara- og uppsjávarflotans sem og embættismenn Evrópusambandsins á sviði fiskveiða.

Esben Sverdrup-Jensen, framkvæmdastjóri

...