![](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/33289237-3db2-4e32-a1f5-e16368ffd3ac.jpg)
Sæmundur Guðmundsson fæddist 1. ágúst 1930. Hann andaðist 3. janúar 2025.
Útför fór fram 23. janúar 2025.
Okkur hjónum var hann pabbi og tengdapabbi, hann var okkur fyrirmynd, stuðningur og hjálparhella í lífinu. Hann kenndi okkur svo óendanlega margt, handverk, virðingu fyrir samfélaginu og samferðamönnum. Hvernig á að standa við bakið á þeim sem standa manni næst og eru manni kærastir. Fyrir börnunum okkar var hann einstakur afi. Hann var afi Sæmi, sem átti afasveit sem var farið í á sumrin þar sem var leikið, smíðað, farið á sjóinn og svo ótal margt annað sem er svo verðmætt í minningunni og mun lifa með okkur öllum. Og það er sveitinni í Kvígindisfirði að mestu leyti að þakka hvað afabörnin fengu að vera mikið með afa sínum, kynnast honum og læra af honum, upplifa og njóta.
Hann var ekki búinn
...