![Það hafa engin vettlingatök dugað um borð í rannsóknaskipinu Anton Dohrn. Skipið var smíðað sem síðutogari.](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/6a6b3bb2-94a4-4946-ab67-b1573f2cf0d4.jpg)
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Banki, sem er í raun bara annað heiti yfir grunn, er skilgreindur sem neðansjávarhæð eða hafsvæði sem er grunnt miðað við sjávarbotninn í kring. Myndast á slíkum svæðum oft uppstreymi næringarefna sem skapa grundvöll fyrir fjölbreytt lífríki og kjöraðstæður fyrir fiska. Frægustu bankarnir eru eflaust Doggerbanki í Norðursjó og Miklibanki við Nýfundnaland, en staða fiskistofna á þessum svæðum er þó ekki sérlega góð sökum ofveiði.
Við Dohrnbanka er, eins og við marga banka, að finna einstaklega gjöful fiskimið og sækja þangað skip meðal annars vænan þorsk í stórum stíl. Fiskimiðin voru hins vegar ekki uppgötvuð fyrr en 1955 í leiðangri vesturþýska rannsóknarskipsins Anton Dohrn. Skipið á sér merka sögu og átti um árabil tíða viðkomu á Íslandsmiðum og í íslenskum höfnum.
...