![Mike Portnoy er loksins kominn heim eftir kaffiferðina drjúgu.](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/adf86bae-6fda-49b9-b633-32ee46f57fd4.jpg)
Mike Portnoy er loksins kominn heim eftir kaffiferðina drjúgu.
— AFP/Ethan Miller
Sættir James LaBrie, söngvari bandaríska proggmálmbandsins Dream Theater, segir að þegar hann kom aftur hafi það bara verið eins og að trymbillinn Mike Portnoy hafi skroppið út til að sækja sér kaffi. Sem kunnugt er hætti Portnoy í bandinu í 13 ár. En allt varð sum sé eins og það var um leið og búið var að lima hann aftur inn árið 2023. Þetta kemur fram í viðtali við LaBrie í miðlinum This Day In Metal. Þeir byrjuðu strax að semja nýtt efni og viti menn, sextánda hljóðversplata Dream Theater, Parasomnia, kom út fyrir helgina. Hún er sú fyrsta frá 2009 sem Portnoy kemur að en hann er talinn einn fremsti trymbill málmsögunnar og þótt fleiri sögur væru skoðaðar.